Engin sinnir umhverfismálum á Alþingi.
- Græningjar Stjórnmálasamtök
- Aug 16, 2025
- 1 min read
Því miður hefur það orðið að raunveruleika sem margir orðuðu í Alþingiskosningunum fyrir tæpu ári síðan, það er engin sem berst fyrir umhverfismálum á Alþingi og það má glöggt sjá á embættisfærslum umhverfis- orku og loftslagsráðherra sem virðist skilja það sem svo að umhverfishlutinn felist í því að virkja sem mest og víðast.
Á þessu tæpa ári hefur Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra málaflokksins nær eingöngu einbeitt sér að orku hluta ráðuneytisins en látið umhverfið og loftslagsmál sig engu varða. Því er nauðsynlegt að umhverfissinnar hópi sig saman og vinni gegn þessari þróun stjórnavalda.


Comments